TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Bréf og greinargerð starfshóps um nám á framhaldsstigi í tónlist

Bréf og greinargerð skólastjórnenda- smella hér
Hugmyndir núv. menntamálaráðherra um að nám á framhaldsstigi í tónlist skuli verða verkefni eins tónlistarskóla í Reykjavík og námið verði fjármagnað með framlagi ríkisins hafa vakið athygli og spurningar. Samkvæmt þeim verður greiðslum frá ríki til fjölmargra sveitarfélaga vegna framhaldsnáms hætt.

Þess í stað verði fjármagninu veitt til eins tónlistarskóla í Reykjavík. Sá skóli yrði þá eini tónlistarskólinn í landinu sem byði tónlistarnám á framhaldsstigi með sérstökum samningi við ríkið.

Ekkert samráð hefur verið haft við samtök tónlistarskóla, -skólastjóra eða rekstraraðila um þessar hugmyndir, en verði þær að veruleika er hér um að ræða grundvallar stefnubreytingu í uppbyggingu tónlistarnáms á Íslandi og brýnt að þeir sem um hana fjalla hafi í huga þær alvarlegu afleiðingar sem hún hefði í för með sér fyrir menningarlífið í landinu.

Starfshópur skólastjórnenda hefur samið greinargerð til upplýsingar um skipulag náms i tónlistarskólum landsins, umfang þess og mat á áhrifum fyrirhugaðra breytinga. Undir greinargerðina rita nöfn sína 6 skólastjórnendur, en auk þeirra hafa aðrir 18 tónlistarskólastjórar víða af landinu lýst yfir stuðningi við efni hennar. Eru foreldrar og annað áhugfólk um stöðu og framtíð tónlistarfræðslunnar hvatt til að kynna sér greinargerðina.