TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Þakkir, hamingjuóskir, páskaleyfi og fleira

 

Kæru forsvarsmenn og nemendur Tónskólans.

 

Þakkir og hamingjuóskir

Eftir 50 ára afmælishátíð Tónskólans í Eldborg 30. mars erum við full aðdáunar og þakklætis fyrir frábæra frammistöðu allra sem að því komu, jafnt nemenda, kennara, forsvarsmanna, styrktarfélaga og vina skólans. 

Það er alveg ótrúlegt hvað nemendur lögðu á sig í undirbúningi hátíðarinnar, allar þær æfingar sem þurfti að sækja, verkefni sem þurfti að læra og tileinka sér. Allt var unnið af áhuga. Til hamingu með listafólkið unga og þennan góða árangur. Hér fyrir ofan eru þegar ljósmyndir frá þessum minnistæðu afmælistónleikum og fleiri væntanlegar. Við látum vita þegar vídeómyndin er tilbúin.

 

Páskar 2014, ath. síðasta kennsludag

Vakin er athygli á kennslulokum fyrir páska, en vegna starfsdaga kennara eru þau að þessu sinni sem hér segir:

Síðasti kennsludagur fyrir páska verður mánudagurinn 7. april.

Kennsla hefst á ný þriðjudaginn 22. apríl.

 

Skóladagatal

Á heimasíðu skólans má kynna sér nánar starfið fram á vor.

 

Með bestu kveðju,

Sigursveinn Magnússon