TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Fylgd í 50 ár - DVD frá hátíðardagskrá 30. mars

Eins og komið hefur fram var gerður mynddiskur af hátíðardagskránni í Hörpu 30. mars sl.

Stúdíó Sýrland hefur haft með höndum frágang, klippingu og hljóð, en en tökumenn voru Arnar Steinn Friðbjarnarson og Helena Stefánsdóttir sem bæði eru í foreldrahópi skólans og höfðu þau einnig aðgang að nokkrum fjarstýrðum tökuvélum í húsinu. Myndin er því tekin frá ólíkum sjónarhornum og eykur það mjög gildi hennar.

Þessa daga er verið að ganga frá myndinni og mun fyrsta upplagið koma hingað á Engjateig nk. mánudag 2. júní. Þá geta þeir sem skráðu sig fyrir diski komið og sótt eintakið sitt. Verðið er kr. 2500.

Aðrir geta einnig pantað disk með því að smella hér