TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Glæsilegur árangur nemenda á svæðistónleikum Nótunnar

Ávarp skólastjóra:
Kæru kennarar, svæðistónleikar Nótunnar í Reykjavík voru haldnir sl. sunnudag í Grafarvogskirkju og komu þar fram fyrir hönd Tónskólans forskólahópur, fiðluhópur á miðstigi og tveir einleikarar á framhaldsstigi. Allir stóðu sig með mikilli prýði og tónleikarnir voru glæsilegir. Dómnefnd valdi 7 atriði sem fá að koma fram á Lokahátíð Nótunnar í Eldborg, sunnudaginn 2. apríl og hlutu verðlaunagrip Nótunnar. Þar af voru 3 atriði úr Tónskóla Sigursveins: Fiðluhópurinn Fimman, María Emilía Garðarsdóttir fiðluleikari og Sólveig Aðalbjört Guðmundsdóttir sellóleikari. Ég óska nemendum og kennurum þeirra hjartanlega til hamingju og góðs gengis í Eldborg. Bestu kveðjur, Júlíana

 

 

 

Leikskólavika Tónskólans 20. 24. mars

Leikskólabörn heimsælkja Tónskólann í þessari viku ásamt kennurum sínum. Þau æfa og flytja lög og ljóð Ólafs Hauks Símonarsonar sem útsett hafa verið af þessu tilefni. Þrjátíu leikskólar taka þátt í þessu ánægjulega samstarfi og það er hátíð þegar litlu angarnir koma og njóta sín í söng, hreyfingu og látbragði.
Myndirnar voru teknar í morgun á fyrsta degi heimsóknanna.

Úrvalstónleikar Tónskólans 2017 laugardaginn 4. mars 
Tónskólinn óskar öllum þeim nemendum sem komu fram á tónleikum fyrir Nótuna til hamingju með fallega og vel flutta tónlist. Skólinn er upp með sér af þessum góða árangri. Þriggja manna dómnefnd valdi fjögur atriði sem framlag Tónskólans:
María Emilía Garðarsdóttir, fiðlukonsert nr. 1 í g-moll eftir Max Bruch.
Sólveig Aðalbjört Guðmundsdóttir, selló, Vocalise eftir Sergei Rachmaninoff.
Suzuki fiðluhópur 5, Passacaglia eftir Händel, úst. Halvorsen.
Forskólahópur, Heio, heio, lag frá Taiwan.

Þetta myndarlega sellótríó var meðal atriða á tónleikunum.

Auk þess hlutu fimm atriði sérstaka viðurkenningu skólans:
Strengjasveit Tónskólans, Holbergsvíta op. 40 eftir Edvard Grieg.
Arnlaugur Guðmundsson, fiðla, Fyrir óralöngu eftir t.H.Bayly.
Bjargey Birgisdóttir, fiðlukonsert nr. 1 í g-moll eftir Max Bruch.
Árni Daníel Árnason, trompetkonsert eftir Johann Babtist Neruda.
Hrafnhildur H. Sigurðardóttir og Særún L. Solimene Merki Zorros og Friss Czardas fyrir tvær fiðlur.

 

Að lokinni heimstónlistarviku 13. - 17. febrúar sl. er öllum þeim sem komu fram færðir þakkir frá Tónskólanum. Nemendur voru vel undirbúnir, fluttu fallega tónlist og voru til fyrirmyndar.

Kennsla verður í Tónskólanum mán. 20 og þri. 21. þrátt fyrir vetrarfrí í grunnskólum