TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Píanó Plús, vettvangsferð í Dómkirkjuna

Nemendur í Píanó Plús á vegum framhaldsdeildar Tónskóla Sigursveins fóru í vettvangsferð í Dómkirkjuna 16. okt. sl. Þar var gestafyrirlesari og kennari Kári Þormar dómorganisti. Nemendum gafst tækifæri til þess að hlýða á glæsilegan flutning Kára á þýskum og frönskum orgelverkum, m.a. Tokkötu og fúgu Bach í d-moll, Kári kynnti enn fremur orgel kirkjunnar og leiðbeindi nemendum við leik þeirra á verkum Bach sem þau höfðu undirbúið í vinnustofum Píanó Plús undir leiðsögn Nínu Margrétar Grímsdóttur. Mikil ánægja var meðal hópsins með þessa reynslu.

Píanó Plús, annað starfsár
Annað starfsár Píanó Plús, vinnustofa fyrir nemendur framhaldsstigs í píanóleik hefur farið vel af stað í haust undir leiðsögn Nínu Margrétar Grímsdóttur deildarstjóra framhaldsnáms í Tónskóla Sigursveins. Að þessu sinni koma þátttakendur úr 5 tónlistarskólum Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar og vinna saman að því að efla færni í tækni og túlkun með áherslu á hópastarf og jafningjafræðslu. Gestakennarar og vettvangsferðir nemendahópsins eru ennfremur á dagskránni í vetur.far

 

 

Suzukihópar haustið 2017. Nýjar upplýsingar komnar undir:
Upplýsingar/Suzukihópar og plan

Ath. Ný Starfsáætlun fyrir skólaárið 2017-2018 er undir flipanum „Skóladagatal“.