TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Jólatónfundir, -tónleikar og heimsóknir í desember 2016

Tónleikar í nóvember og desember 2016

 

Haustfrí í Tónskólanum

Athugið:
Haustfrí verður í Tónskólanum frá og með föstudeginum 21. október til og með mánudeginum 
24. október.

Samstarf við Hólabrekkuskóla

Tónskólinn og Hólabrekkuskóli hófu samstarf sl. haust þar sem börn í 1. og 2. bekk koma reglulega yfir í Hraunberg og læra þar m.a. tónmennt og nótnalestur. Kennslan sem er í 6 vikna lotum fer aðallega fram í gengnum söng, leik, hreyfingu og hlustun. Þann 2. október lauk fyrstu lotunni og var efnt til samkomu þar sem foreldrum var boðið að koma og hlusta og áttu ánægjulega stund með börnunum og Diljá Sigursveinsdóttur kennara þeirra. Í ljós kom að þau hafa lært ótrúlega margt á þessum skamma tíma. Nokkrir nemendur úr Tónskólanum léku fyrir börnin og sýndu hljóðfærin sín, og svo fengu allir að prófa með aðstoð þeirra. Hér fylgja nokkrar svipmyndir frá músíkstundinni í Hraunbergi.