TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Dagur Tónskólans laugardagurinn 13. maí 2017

Verið öll velkomin á Tónleika í Hraunbergi 2, Gerðubergi og Fella- og Hólakirkju laugardaginn 13. maí sem hér segir:

Hraunberg 2 og Gerðuberg
kl. 12, 13, 14:30 og 15:30

Fella og Hólakirkja
kl. 12, 13 og 14:30

Vordagur hljómsveita í Seltjarnarneskirkju laugardag 29. apríl kl. 14 og 16

Strengjasveitir Tónskólans halda tvenna vortónleika í Seltjarnarneskirkju á laugardaginn kemur 29. apríl.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14. Þar koma fram hljómsveit 1 og hljómsveit 2 undir stjórn Örnólfs Kristjánssonar og Ólafar Sigursveinsdóttur
Síðari tónleikarnir hefjast kl. 16. Þar leika hljómsveit 3 og Strengjasveit Tónskólans undir stjórn Kristjáns Matthíassonar og Helgu Þórarinsdóttur.
Verið öll velkomin á tónleikana.

Tónskólinn og leikskólar á Barnamenningarhátíð, boðskort

Allir eru velkomnir í tónleika í Eldborg þriðjudaginn 25. apríl kl. 13:30 og 15:00. 

 

Páskaleyfi

  • Pálskaleyfi hefst mánudaginn 10. apríl.
  • Kennsla hefst að nýju skv. stundaskrá þriðjudaginn 18. apríl.

 

 

Glæsilegur árangur nemenda á svæðistónleikum Nótunnar

Ávarp skólastjóra:
Kæru kennarar, svæðistónleikar Nótunnar í Reykjavík voru haldnir sl. sunnudag í Grafarvogskirkju og komu þar fram fyrir hönd Tónskólans forskólahópur, fiðluhópur á miðstigi og tveir einleikarar á framhaldsstigi. Allir stóðu sig með mikilli prýði og tónleikarnir voru glæsilegir. Dómnefnd valdi 7 atriði sem fá að koma fram á Lokahátíð Nótunnar í Eldborg, sunnudaginn 2. apríl og hlutu verðlaunagrip Nótunnar. Þar af voru 3 atriði úr Tónskóla Sigursveins: Fiðluhópurinn Fimman, María Emilía Garðarsdóttir fiðluleikari og Sólveig Aðalbjört Guðmundsdóttir sellóleikari. Ég óska nemendum og kennurum þeirra hjartanlega til hamingju og góðs gengis í Eldborg. Bestu kveðjur, Júlíana