TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Úrvalstónleikar Tónskólans 2017 laugardaginn 4. mars 
Tónskólinn óskar öllum þeim nemendum sem komu fram á tónleikum fyrir Nótuna til hamingju með fallega og vel flutta tónlist. Skólinn er upp með sér af þessum góða árangri. Þriggja manna dómnefnd valdi fjögur atriði sem framlag Tónskólans:
María Emilía Garðarsdóttir, fiðlukonsert nr. 1 í g-moll eftir Max Bruch.
Sólveig Aðalbjört Guðmundsdóttir, selló, Vocalise eftir Sergei Rachmaninoff.
Suzuki fiðluhópur 5, Passacaglia eftir Händel, úst. Halvorsen.
Forskólahópur, Heio, heio, lag frá Taiwan.

Þetta myndarlega sellótríó var meðal atriða á tónleikunum.

Auk þess hlutu fimm atriði sérstaka viðurkenningu skólans:
Strengjasveit Tónskólans, Holbergsvíta op. 40 eftir Edvard Grieg.
Arnlaugur Guðmundsson, fiðla, Fyrir óralöngu eftir t.H.Bayly.
Bjargey Birgisdóttir, fiðlukonsert nr. 1 í g-moll eftir Max Bruch.
Árni Daníel Árnason, trompetkonsert eftir Johann Babtist Neruda.
Hrafnhildur H. Sigurðardóttir og Særún L. Solimene Merki Zorros og Friss Czardas fyrir tvær fiðlur.

 

Að lokinni heimstónlistarviku 13. - 17. febrúar sl. er öllum þeim sem komu fram færðir þakkir frá Tónskólanum. Nemendur voru vel undirbúnir, fluttu fallega tónlist og voru til fyrirmyndar.

Kennsla verður í Tónskólanum mán. 20 og þri. 21. þrátt fyrir vetrarfrí í grunnskólum

 

Tónlistarhátíð „Fjölmenning“ 13. - 17. febrúar 2017

Tónleikar daglega á Engjateigi og í Hraunbergi sem hér segir:

Engjateigur mánudaginn 13 - föstudagsins 17. kl. 15, 16:30 og 18

Hraunberg mánudaginn 13 - föstudagsins 17 kl. 16 og 17:30

Verðlaunagetraun í tilefni hátíðarinnar.

Verið öll velkomin

Með hækkandi sól fara í hönd fara litríkir dagar í Tónskólanum. Nú er að hefjast þemavika undir kjörorðinu FjölmenningTónleikar verða daglega í Hraunbergi ((kl. 16 og 17:30) og á Engjateigi kl. 15, 16:30 og 18.  Nemendur skólans og kennarar, sem sumir hverjir eru langt að komnir, munu kynna tónlist sína og góðir gestir flytja okkur tóna úr litrófi ólíkra menningarstrauma. Til fróðleiks, upplyftingar og ánægju verður brugðið á leik og efnt til verðlaunagetraunar fyrir tónleikagesti og nemendur.
 
Með því að velja þetta þema vill Tónskólinn taka afstöðu með fjölbreytileika, gegn fordómum, útskúfun og einangrunarhyggju (sjá ávarp Júlíönu Rúnar Indriðadóttur í Fylgd fréttabréfi-febrúar).