TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Dagur Tónskólans - laugardagurinn 21. maí 2016

Tónleikar: 
í Hraunbergi og Gerðubergi kl. 12, 13, 14:30 og 15:30
í Fella- og Hólakirkju kl. 12, 13 og 14:30
Allir velkomnir

 

 

Glæsilegir tónleikar á setningardegi Barnamenningarhátíðar

Yfir 700 leikskólabörn, forskólanemendur Tónskólans og nemendahljómsveit komu fram á tvennum tónleikum í Hörpu þriðjudaginn 19. apríl á setningardegi Barnamenningarhátíðar. Þetta er ávöxtur af samstarfi Tónskóla Sigursveins og 30 leikskóla í Reykjavík, ennfremur voru í samstarfinu að þessu sinni Skólahljómsveit Austurbæjar og Listdansskóli Íslands. Myndina tók Anna Fjóla Gísladóttir.

 

Gleðilegt sumar !

Nemendur Tónskóla Sigursveins fluttu í gær, sumardaginn fyrsta, langa og ánægjulega dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar komu fram fjórar strengjasveitir, gítarsveit og þjóðlagahópur úr Tónlistarskóla Kópavogs. á myndinn eru nemendur í yngstu hljómsveitinni að spila af hjartans list. Tónskólinn óskar öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn.

Samvinna Tónskóla Sigursveins og Leikskóla á Barnamenningarhátíð 2016

Johanna Brynja og Jóhann Örn - verðlaunahafar Nótunnar 2016

Flutningur Johönnu Brynju Ruminy og Jóhanns Arnar Thorarensen á Navarra eftir Sarasate var valið „besta atriði“ Nótunnar 2016. Þau hlutu Tóngjafa Tónastöðvarinnar og fá auk þess að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í haust. Farandgripur Nótunnar er því í vörslu Tónskóla Sigursveins í vetur. Myndin er tekin í gær af verðlaunahöfunum og kennaranum þeirra Auði Hafsteinsdóttur. Óskum þeim og ekki síður kennara þeirra Auði Hafsteinsdóttur hjartanlega til hamingju.