TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Haust 2016

Tónskóli Sigursveins - upphaf vetrarstarfs haustið 2016 
25. ágúst - fimmtudagur - Kennsla hefst í hljóðfæra- og tónfræðagreinum.
30. ágúst - þriðjudagur - Strengjasveit Tónskólans, æfingar hefjast.
3. sept. - laugardagur - Hljómsveitir 1 og 2 og Suzukihóptímar byrja.
6. sept. - þriðjudagur - Hljómsveit 3, æfingar hefjast.

7. sept. - miðvikudagur - Rytmasveitir hefja æfingar.

Skólahljómsveit Austurbæjar, æfingar hefjast sem hér segir:
C sveit - fimmtudag 25. ágúst.
B sveit - mánudag 5. september
A sveit - föstudag 9. september

Framhaldsprófstónleikar Ástu Marý Stefánsdóttur

Framhaldsprófstónleikar Sólrúnar Ylfu Ingimarsdóttur

Framhaldsprófstónleikar Sólrúnar Ylfu Ingimarsdóttur verða á Engjateigi 1, sunnudaginn 22. maí kl. 14.

Á tónleikunum má heyra alls kyns tónlist frá mismunandi tímabilum mannkynssögunnar en flutt verða verk eftir J.S. Bach, Felix Mendelssohn, Dmitri Shostakovich, César Franck og kannski einhver fleiri flott tónskáld.

Með Sólrúnu spila Anna Málfríður Sigurðardóttir á píanó, Johanna Brynja Ruminy á fiðlu, Jóhann Örn Thorarensen á víólu og Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir á selló.

Allir eru velkomnir
 

Dagur Tónskólans - laugardagurinn 21. maí 2016

Tónleikar: 
í Hraunbergi og Gerðubergi kl. 12, 13, 14:30 og 15:30
í Fella- og Hólakirkju kl. 12, 13 og 14:30
Allir velkomnir

 

 

Glæsilegir tónleikar á setningardegi Barnamenningarhátíðar

Yfir 700 leikskólabörn, forskólanemendur Tónskólans og nemendahljómsveit komu fram á tvennum tónleikum í Hörpu þriðjudaginn 19. apríl á setningardegi Barnamenningarhátíðar. Þetta er ávöxtur af samstarfi Tónskóla Sigursveins og 30 leikskóla í Reykjavík, ennfremur voru í samstarfinu að þessu sinni Skólahljómsveit Austurbæjar og Listdansskóli Íslands. Myndina tók Anna Fjóla Gísladóttir.