TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Tónleikar Suzukinemenda sem ljúka námsáföngum

Myndin var tekin að loknum tónleikum Suzukinemenda sem luku námsáföngum á tónleikum á Engjateigi 1 sl. laugardag.
Til hamingju!

Leikskólabörn heimsækja Tónskóla Sigursveins

Hundruð syngjandi barna úr leikskólum Reykjavíkur heimsækja Tónskóla Sigursveins þessa dagana flytja falleg lög og vísur ásamt hljómsveit sem skipuð er nemendum, sem hjálpa litlu börnunum að prófa ólík hljóðfæri. Myndin var tekin í sal skólans Hraunbergi 2 fyrr í vikunni.

Gleðilega páska! - Kennsla hefst þriðjudaginn 29. mars

Frábær árangur Tónskólanemenda í Nótunni

Laugardaginn 12. mars voru svæðistónleikar Nótunnar í Reykjavík - 22 atriði frá 14 skólum þar af þrjú atriði Tónskólans:

1. Alda Áslaug Unnardóttir, Eva Rós Sigvaldadóttir, Móeiður Una Ingimarsdóttir og Rosalía Hanna Canales spiluðu Czárdas  eftir Monti. 

2. Jóhanna Brynja Ruminy lék konsertkafla eftir Conus.

3. Jóhann Örn Thorarensen og Jóhanna Brynja Ruminy spiluðu Navarra eftir Sarasate. Með þeim lék Anna Málfríður Sigurðardóttir á píanó.

 

Síðasttalda atriðið var valið til að koma fram á lokahátíð Nótunnar í Hörpu 10. apríl.

Myndin var tekin í Salnum í Kópavogi 12. mars af öllum þátttakendum og vinningshöfum skólans.

Tónskólinnn óskar öllu þessu unga framúrskarandi listafólki til hamingju. 

 

 

Íslenska Suzukisambandið 30 ára

Íslenska Suzukisambandið hélt upp á 30 ára afmæli sitt í Hörpu sl. sunnudag 13. mars með þrennum glæsilegum tónleikum.
Þar komu fram nemendur sem læra eftir aðferð sem japanski meistarinn Sinichi Suzuki þróaði og barst hingað til Íslands um og upp úr 1980 og hefur skotið föstum rótum í mörgum tónlistarskólum. Er Suzukisambandinu óskað til hamingju með þessi merku tímamót. Myndirnar voru teknar í Hörpu sl. sunnudag.