TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

„Í gegnum rimlana“ 8. mars á baráttudegi kvenna

Barokk í Breiðholtinu

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars næstkomandi mun Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk minna á verk kvenna fyrr á tíð og flytja tónleikhúsdagsskrá í sal Tónskóla Sigursveins Hraunbergi kl. 20. Þetta er síðasta sýning verksins „Í gegnum rimlana“, sem tekur um 40 mínútur í flutningi og hefur verið sýnt undafarið nemendum Tónskólans, Hólabrekkuskóla og foreldrum við góðar undirtektir. Miðaverð kr.2.500/1.500 (nemendur og ellilífeyrisþegar)

Tónlistarhátíð og þemadögum 2016 lokið

Haldnir voru 23 tónleikar í Hraunbergi og á Engjateigi og vikunni lauk með tónleikum í þétt setinni Breiðholtskirkju til heiðurs tónskáldinu John Speight þar sem flutt voru verk sem hann hefur samið fyrir nemendur Tónskóla Sigursveins á löngum og farsælum starfstíma hans við skólann. Á myndinni eru kór og hljómsveiti nemenda undir stjórn Júlíönu Rúnar Indriðadóttur sem fluttu lokaverkið Þulu frá Týli, sem samið var í tilefni af 30 ára afmæli Tónskólans árið 1994 við ljóð Jóhannesar úr Kötlum.

Á innfelldu myndunum er tónskáldi, stjórnanda og flytjendum fagnað í lok tónleikanna.

Dagur tónlistarskólanna 13. febrúar 2016

Dagskrá á Degi tónlistarskólanna laugardaginn 13. febrúar í Tónskóla Sigursveins:
 
  • kl. 10:30  Foreldrafundur Suzukideildar á Engjateigi. Gestur fundarins er Kristinn Örn Kristinsson.
  • kl. 11-13  Opið hús í Hraunbergi 2. Hljóðfærakynning fyrir forskólanemendur.
  • kl. 15       Tónleikar í Breiðholtskirkju með verkum sem John Speight hefur samið fyrir nemendur skólans.

Tónlistarhátið 13. - 17. febrúar 2017 - Fjölmenning

 
Með hækkandi sól fara í hönd fara litríkir dagar í Tónskólanum þar sem nemendur eru að undirbúa verk hvaðanæva að úr heiminum til að flytja á tónleikaviku 13. til 17. febrúar undir kjörorðinu FjölmenningTónleikar verða á í Hraunbergi og á Engjateigi kl. 15, 16:30 og 18. Ýtarleg tónleikaskrá mun birtast hér og á facebooksíðu Tónskólans áður en hátíðin hefst.
 
Með því að velja þetta þema vill Tónskólinn taka afstöðu með fjölbreytileika, gegn fordómum, útskúfun og einangrunarhyggju (sjá ávarp Júlíönu Rúnar Indriðadóttur í Fylgd fréttabréfi). Nemendur skólans og kennarar, sem sumir hverjir eru langt að komnir, munu kynna tónlist sína og góðir gestir flytja okkur tóna úr litrófi ólíkra menningarstrauma. Til fróðleiks, upplyftingar og ánægju verður brugðið á leik og efnt til verðlaunagetraunar fyrir tónleikagesti og nemendur. 
 
Verið öll vekomin á tónleikana. 

 

 

 

 

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna verða í Langholtskirkju nk. laugardag

30. janúar kl. 16

 

Efnisskrá: 

Jón Ásgeirsson: Fornir dansar

Dmitri Sjostakovitsj: Píanókonsert nr. 2 in F dúr, op. 102

Robert Schumann: Sinfónía nr. 4 í d-moll op. 120

 

Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson

 

Einleikarar á píanó verða þrír nemendur Tónskólans. Myndin af hljómsveitinni var tekin á æfingu fyrir nokkrum dögum og á innfelldu myndinni eru einleikararnir þrír: Rebekka Friðriksdóttir, Árni Halldórsson og Hugrún Britta Kjartansdóttir.