TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Gleðilegt sumar !

Nemendur Tónskóla Sigursveins fluttu í gær, sumardaginn fyrsta, langa og ánægjulega dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar komu fram fjórar strengjasveitir, gítarsveit og þjóðlagahópur úr Tónlistarskóla Kópavogs. á myndinn eru nemendur í yngstu hljómsveitinni að spila af hjartans list. Tónskólinn óskar öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn.

Samvinna Tónskóla Sigursveins og Leikskóla á Barnamenningarhátíð 2016

Johanna Brynja og Jóhann Örn - verðlaunahafar Nótunnar 2016

Flutningur Johönnu Brynju Ruminy og Jóhanns Arnar Thorarensen á Navarra eftir Sarasate var valið „besta atriði“ Nótunnar 2016. Þau hlutu Tóngjafa Tónastöðvarinnar og fá auk þess að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í haust. Farandgripur Nótunnar er því í vörslu Tónskóla Sigursveins í vetur. Myndin er tekin í gær af verðlaunahöfunum og kennaranum þeirra Auði Hafsteinsdóttur. Óskum þeim og ekki síður kennara þeirra Auði Hafsteinsdóttur hjartanlega til hamingju.

 

Tónleikar Suzukinemenda sem ljúka námsáföngum

Myndin var tekin að loknum tónleikum Suzukinemenda sem luku námsáföngum á tónleikum á Engjateigi 1 sl. laugardag.
Til hamingju!

Leikskólabörn heimsækja Tónskóla Sigursveins

Hundruð syngjandi barna úr leikskólum Reykjavíkur heimsækja Tónskóla Sigursveins þessa dagana flytja falleg lög og vísur ásamt hljómsveit sem skipuð er nemendum, sem hjálpa litlu börnunum að prófa ólík hljóðfæri. Myndin var tekin í sal skólans Hraunbergi 2 fyrr í vikunni.