TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Skólaslit

Tónskólanum var slitið miðvikudaginn 4. júní kl. 17 í Langholtskirkju.

Afhent voru verðlaun, prófskírteini og vetrarumsagnir. Ósóttar má sækja á skrifstofuna Engjateigi 1 en hún verður opin til og með 13. júní.

Enn eru til fáein eintök af mynddiskinum Fylgd í 50 ár.

 

Strengjasveit skólans leggur þann 8. í tónleikaferð til Fíladelfíu. Sjá YouTube: SDK: Minning/Reminiscence

 

Myndin er af nýju manna hópi útskriftarnemenda frá Tónskólanum á þessu vori:

Þau eru trompetleikararnir Sóley Björk Einarsdóttir, Elísa Guðmarsdóttir og Hulda Lilja Hannesdóttir – söngkonurnar Sólrún Helga Óskarsdóttir og Halldóra Eyjólfsdóttir – sellóleikararnir Ingunn Erla Kristjánsdóttir og Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir – píanóleikarinn María Oddný Sigurðardóttir og gítarleikarinn Hrafnkell Sighvatsson.

Til hamingju!

 

Útskriftir vorið 2014

Allir eru velkomnir á tónleika úskriftarnemendanna.
 

 

 

 

Masterklass Gunnars Kvaran sellóleikara

Allir eru velkomnir að koma að hlýða á Gunnar Kvaran leiðbeina nemendum Tónskólans á námskeiði sunnudaginn 27. apríl kl. 11 - 14 í Hraunbergi 2.

Gleðilegt sumar!

 

 

Kennsla hefst þriðjudaginn 22. apríl að loknu páskaleyfi

Heiðruðu forsvarmenn og nemendur.

Kennsla hefst þriðjudaginn 22. apríl skv. stundaskrá.

Ath. Undir „Myndir“ í vallista hér að ofan má skoða fleiri myndir 

sem teknar voru í Hörpu 30. mars sl.

 

Þakkir, hamingjuóskir, páskaleyfi og fleira

 

Kæru forsvarsmenn og nemendur Tónskólans.

 

Þakkir og hamingjuóskir

Eftir 50 ára afmælishátíð Tónskólans í Eldborg 30. mars erum við full aðdáunar og þakklætis fyrir frábæra frammistöðu allra sem að því komu, jafnt nemenda, kennara, forsvarsmanna, styrktarfélaga og vina skólans. 

Það er alveg ótrúlegt hvað nemendur lögðu á sig í undirbúningi hátíðarinnar, allar þær æfingar sem þurfti að sækja, verkefni sem þurfti að læra og tileinka sér. Allt var unnið af áhuga. Til hamingu með listafólkið unga og þennan góða árangur. Hér fyrir ofan eru þegar ljósmyndir frá þessum minnistæðu afmælistónleikum og fleiri væntanlegar. Við látum vita þegar vídeómyndin er tilbúin.

 

Páskar 2014, ath. síðasta kennsludag

Vakin er athygli á kennslulokum fyrir páska, en vegna starfsdaga kennara eru þau að þessu sinni sem hér segir:

Síðasti kennsludagur fyrir páska verður mánudagurinn 7. april.

Kennsla hefst á ný þriðjudaginn 22. apríl.

 

Skóladagatal

Á heimasíðu skólans má kynna sér nánar starfið fram á vor.

 

Með bestu kveðju,

Sigursveinn Magnússon