TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Námskeið í fiðluleik 29. október
Fiðluleikarinn Vlad Stanculesa verður með masterklass fyrir lengra komna fiðluleikara fimmtudaginn 29. október klukkan 18-21 í Tónskóla Sigursveins, Engjateigi 1. Vlad er einn af konsertmeisturum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Gautaborg. Á netinu má sjá og heyra fjölmargar upptökur með þessum unga fiðlusnillingi.Aðgangseyrir á masterklassinn er 2000 krónur en jafnframt verður takmarkaður fjöldi einkatíma í boði á 4000 krónur þar sem fylgt verður lögmálin; fyrstir koma, fyrstir fá. Nánari upplýsingar veitir Ari Hróðmarsson í síma 699-2598 eða í tölvupóstinum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Vetrarfrí í Tónskólanum

Nemendur og forsvarsmenn athugið! 
Vetrarfrí verða í Tónskólanum föstudaginn 23., laugardaginn 24. og mánudaginn 26. október. 
Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá þriðjudaginn 27. október.

Tónleikar haustið 2015

Myndin var tekin á tónleikum á Engjateigi 1 sl. laugardag 3. október, en þetta voru aðrir tónleikar vetrarins.
Listafólkinu unga eru færðar þakkir fyrir fallegan leik.
Jafnframt er minnt á næstu tónleika sem verða sem hér segir:
19. október kl. 18:15 á Engjateigi 1
20. október kl. 18 í Hraunbergi

 

Frumskógardrottningin afhjúpuð í Breiðholti
Listasafn Reykjavíkur bauð sl. föstudag 4. september til formlegrar afhjúpunar á Frumskógardrottningunni eftir Erró við íþróttamiðstöðina Austurbergi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði veggmyndina með aðstoð 80 leikskólbarna, sem sungu af þessu tilefni við hljóðfæraleik nemenda úr Tónskóla Sigursveins.
Verkið ber nafnið Frumskógardrottningin og myndar, ásamt veggmyndum Errós í Álftahólum og Austurbergi, eina heild.

 

Skólasetning og upphaf kennslu skólaárið 2015-2016

Júlíana Rún Indriðadóttir, nýr skólastjóri Tónskólans setti skólann á kennarafundi mánudaginn 24. ágúst.
Kennarar munu næstu daga hafa samband við nemendur sína um stundaskrárgerð.
Skráningu í tónfræðagreinar er lokið – tónfræðikennarar munu senda nemendum sínum tölvupóst áður en kennsla hefst.
Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 27. ágúst nk.

Hljómsveitir hefja æfingar sem hér segir:
Skólahljómsveit Austurbæjar mánudaginn 24. ágúst.
Hljómsveitir 1 og 2 laugardaginn 5. september.
Hljómsveitir 3 og 4 þriðjudaginn 8. september.

Skrifstofan Engjateigi 1 er opin frá kl. 13 - 17 sími 568 5828.

Myndirnar eru frá skólasetningunni og námskeiði kennara.