TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Stundaskrá tónfræðagreina veturinn 2014 - 2015

smella hér

Fylgd í 50 ár - DVD frá hátíðardagskrá 30. mars

Eins og komið hefur fram var gerður mynddiskur af hátíðardagskránni í Hörpu 30. mars sl.

Stúdíó Sýrland hefur haft með höndum frágang, klippingu og hljóð, en en tökumenn voru Arnar Steinn Friðbjarnarson og Helena Stefánsdóttir sem bæði eru í foreldrahópi skólans og höfðu þau einnig aðgang að nokkrum fjarstýrðum tökuvélum í húsinu. Myndin er því tekin frá ólíkum sjónarhornum og eykur það mjög gildi hennar.

Þessa daga er verið að ganga frá myndinni og mun fyrsta upplagið koma hingað á Engjateig nk. mánudag 2. júní. Þá geta þeir sem skráðu sig fyrir diski komið og sótt eintakið sitt. Verðið er kr. 2500.

Aðrir geta einnig pantað disk með því að smella hér 

Strengjasveit Tónskólans 5. júní 

Velkomin á tónleika Strengjasveitar Tónskólans í Neskirkju 5. júní kl. 17:30, en daginn eftir heldur hljómsveitin í tónleikaferð til Bandaríkjanna.

 

Skólaslit

Tónskólanum var slitið miðvikudaginn 4. júní kl. 17 í Langholtskirkju.

Afhent voru verðlaun, prófskírteini og vetrarumsagnir. Ósóttar má sækja á skrifstofuna Engjateigi 1 en hún verður opin til og með 13. júní.

Enn eru til fáein eintök af mynddiskinum Fylgd í 50 ár.

 

Strengjasveit skólans leggur þann 8. í tónleikaferð til Fíladelfíu. Sjá YouTube: SDK: Minning/Reminiscence

 

Myndin er af nýju manna hópi útskriftarnemenda frá Tónskólanum á þessu vori:

Þau eru trompetleikararnir Sóley Björk Einarsdóttir, Elísa Guðmarsdóttir og Hulda Lilja Hannesdóttir – söngkonurnar Sólrún Helga Óskarsdóttir og Halldóra Eyjólfsdóttir – sellóleikararnir Ingunn Erla Kristjánsdóttir og Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir – píanóleikarinn María Oddný Sigurðardóttir og gítarleikarinn Hrafnkell Sighvatsson.

Til hamingju!

 

Útskriftir vorið 2014

Allir eru velkomnir á tónleika úskriftarnemendanna.