TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Þakkir, hamingjuóskir, páskaleyfi og fleira

 

Kæru forsvarsmenn og nemendur Tónskólans.

 

Þakkir og hamingjuóskir

Eftir 50 ára afmælishátíð Tónskólans í Eldborg 30. mars erum við full aðdáunar og þakklætis fyrir frábæra frammistöðu allra sem að því komu, jafnt nemenda, kennara, forsvarsmanna, styrktarfélaga og vina skólans. 

Það er alveg ótrúlegt hvað nemendur lögðu á sig í undirbúningi hátíðarinnar, allar þær æfingar sem þurfti að sækja, verkefni sem þurfti að læra og tileinka sér. Allt var unnið af áhuga. Til hamingu með listafólkið unga og þennan góða árangur. Hér fyrir ofan eru þegar ljósmyndir frá þessum minnistæðu afmælistónleikum og fleiri væntanlegar. Við látum vita þegar vídeómyndin er tilbúin.

 

Páskar 2014, ath. síðasta kennsludag

Vakin er athygli á kennslulokum fyrir páska, en vegna starfsdaga kennara eru þau að þessu sinni sem hér segir:

Síðasti kennsludagur fyrir páska verður mánudagurinn 7. april.

Kennsla hefst á ný þriðjudaginn 22. apríl.

 

Skóladagatal

Á heimasíðu skólans má kynna sér nánar starfið fram á vor.

 

Með bestu kveðju,

Sigursveinn Magnússon

Tónskólinn og leikskólar 2014

Nú stendur yfir samstarfsverkefni Tónskólans og 25 leikskóla í Reykjavík. Hingað þyrpist fjöldi léttfætra leikskólabarna á hverjum morgni og syngja af hjartans list lög Jóns Ásgeirssonar, en saman munu þau mynda kór 500 leikskólabarna og flytja lögin á setningardegi Barnamenningarhátíðar í Hörpu, þriðjudaginn 29. apríl. Þangað eru allir velkomnir.Samvinnuverkefni Tónskólans og leikskóla í Reykjavík vorið 2014 stendur nú sem hæst.

Hér eru upptökur af lögunum til að auðvelda börnum á öllum aldri að læra þau: Lög Jóns Ásgeirssonar-Hljóðskrár og nótur

Ævisaga Sigursveins D. Kristinssonar – Baráttuglaður brautryðjandi 
er komin út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags í samvinnu við Tónskólann - fæst í öllum betri bókaverslunum og í Bónus -
Ritdómur Árna Matthíassonar í Morgunblaðinu 17. des:
„Saga Sigursveins D. Kristinssonar er án efa einn merkasti kaflinn í menningarsögu Íslendinga, enda var hann ekki bara liðtækur hljóðfæraleikari og tónskáld, heldar var hann einn af helstu fræðurum landindsins þegar tónlist er annars vegar, óþreytandi og ódrepandi í áhuga sínum.“

Smellið hér til að lesa ritdóminn í heild