TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Á setningardegi Barnamenningarhátíðar, þriðjudaginn 17. apríl komu saman í Eldborg nemendur leikskóla í Reykjavík og fluttu dagskrá undir yfirskriftinni „Hvað er þetta, hver er hér?“, lög úr leikhúsheiminum eftir íslenskar konur. Húsfyllir var og fögnuður í lofti, enda söngur barnanna töfrum sleginn.

Daginn eftir, 18. apríl voru tónleikar í Fella- og Hólakirkju þar sem fram komu börn úr 1. og 2. bekk Hólabrekkuskóla sem sótt hafa tónmennt í Tónskóla Sigursveins í vetur. Þau flutt lög eftir íslensk tónskáld sem eiga merkisafmæli á þessu ári. Setið var í hverju sæti, nemendur, foreldrar og vinir fögnuðu fallegum söng.

 

Lokahátíð leikskóla- og grunnskólaverkefna 2018

Árlegt verkefni Tónskólans og 33ja leikskóla í Reykjavík lýkur með tónleikum á Barnamenningarhátíð þriðjudaginn 17. apríl. kl. 14.00 og 15.30 í Eldborgarsal Hörpu.
Daginn eftir lýkur samvinnuverkefni Tónskólans og Hólabrekkuskóla með tónleikum í Fella- og Hólakirkju kl. 9 árdegis. Allir eru velkomnir þessa viðburði.

Innritun fyrir skólaárið 2018-2019

Staðfesting á skólavist á skólaárinu 2018-19 í Tónskóla Sigursveins fer nú fram rafrænt í skráningakerfi skólans þar sem forsvarsmenn (greiðendur) geta skráð sig inn í vefgáttina á slóðinni:
https://innskraning.island.is/?id=schoolarchive.net

Velja á flipann nemandi og smella á breyta til að svara spurningunni um áframhaldandi - já eða nei - í síðasta lagi mánudaginn 16. apríl.

Forsvarsmenn þeirra sem eru að ljúka forskóla velja flipann umsóknir  og fylla út umsókn um óskahljóðfæri. Vinsamlegast farið yfir upplýsingarnar í vefgáttinni, netföng og símanúmer, og leiðréttið ef með þarf.

Sé óskað breytinga s.s. á námshlutfalli þarf að hafa samband við skrifstofu.

Vinsamlegast látið hljóðfærakennara vita ef nemandi ætlar ekki að halda áfram námi næsta vetur.

TIl að tryggja sér skólavist þarf einnig að greiða staðfestingargjald að upphæð kr. 15.000 sem birtist í heimabanka með gjalddaga 23. apríl og er það inngreiðsla á skólagjöldin næsta vetur.

Skólagjöld fyrir fullt hljóðfæranám verða 123.000 kr. (forskóli og hálft nám 79.000 kr., fjölskylduafsláttur er 15%) 

Eftirstöðvum að frádregnu staðfestingargjaldinu verður dreift jafnt á 6 gjalddaga, og birtast kröfurnar í heimabanka mánaðarlega frá 1. sept. 2018

Hægt er að nota frístundastyrk Reykjavíkurborgar að upphæð 50.000 kr. til að greiða niður skólagjöldin og opnað verður fyrir ráðstöfun á styrknum á Rafrænni Reykjavík í lok ágúst. Innheimta skólagjalda í haust verður lækkuð í samræmi við ráðstöfun á frístundastyrknum.

Hafið samband við skrifstofu skólans (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., 568 5828) ef upp koma vandræði með rafrænu staðfestinguna, eða ef spurningar vakna eða gera þarf breytingar.

 

 

Samvinna Tónskólans og leikskóla í Reykjavík vorið 2018

Svipmyndir frá þriðjudeginum 13. mars er börn á leikskólum í Breiðholti komu í heimsókn í Hraunberg 2 ásamt kennurum sínum og sungu af hjartans list með nemendahljómsveit leikhúslög eftir kventónskáld sem er liður í verkefninu „Hvar er þetta, hver er hér?.“

Framhaldsprófstónleikar - Anna Margrét Hraundal gítarleikari
Anna lærði ung hjá Guðmundi Hallvarðsyni í Tónlistarskólanum í Sandgerði á og tók þar 4 stigið. Fékkst svo við ýmiskonar
tónlistariðkun, var um tíma í hljómsveitinni Kolrössu krókríðandi og fleiri hljómsveitum en stefnan var alltaf að ljúka klassíska náminu. Haustið 2013-2015 lærði hún hjá Snorra Erni Snorrasyni og tók 5. og 6. Stigið en hefur síðan verið undir handleiðslu Páls Eyjólfssonar við Tónskóla Sigursveins.