TSDK 50

 
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Tónleikahátíð 15. - 21. febrúar- þema: „Kvikmyndatónlist“
Hátíðin hefst fimmtudaginn 15. og lýkur miðvikudaginn 21. febrúar. Haldnir verða daglegir tónleikar á kennslustöðum skólans sem hér segir:
Engjateigur: Tónleikar kl. 15, 16:30 og 18 / Hraunberg: Tónleikar kl. 15 og 16:30
Allir eru velkomnir og gefst gestum kostur á þátttöku í skemmtilegum verðlaunaleik.

Kodály námskeið 24. - 28. febrúar
Dagana 24-28. febrúar verður haldið námskeið í Kodály-kennsluaðferðinni hér á Íslandi. Ríkisstjórn Ungverjalands styrkir kennsluna í minningu Kodály Zoltán í samvinnu við Tónskóla Sigursveins sem leggur til húsnæði fyrir námskeiðið.
Dagskra-namskeid
Þátttaka er öllum heimil að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar og dagskrá má finna í viðhengi.
Ath. Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 20. febrúar.


 

Árlegt samstarfsverkefni Tónskólans og Leikskóla í Reykjavík hefst

Á fjölmennum fundi, kennara frá 33 leikskólum var verkefninu hleypt af stokkunum. Það ber yfirskriftina „Hvað er þetta, hver er hér“ um kynjaverur í leikhúsinu. Lögin eru öll samin af konum.

Hljóðskrá: Hljodskra
Lög og textar: Log-og-textar

 

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna í Langholtskirkju lau. 27. jan.

Við minnum á tónleika Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna á laugardaginn 27. janúar kl. 16 í Langholtskirkju. Á dagskrá er Sinfónía nr. 9 eftir Dvorak og trompetkonsert eftir Torelli þar sem einleikari er Árni Daníel Árnason, nemandi í Tónskóla Sigursveins. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna er árlegt samstarfsverkefni Tónskóla Sigursveins og tónlistarskólanna í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.